top of page

Hvað er markviss Bowen meðferð?

Hvers vegna að læra Markvissa Bowen meðferð ?

Markviss greiningaraðferð!

Markviss greining – í anda Graham Pennington​Í Markvissri Bowen-meðferð er notuð Pennington-greiningin, greiningaraðferð sem þróuð var af ástralska sjúkraþjálfaranum Graham Pennington.Aðferðin byggir á ítarlegri athugun á líkamsstöðu, spennumynstrum og taugaviðbrögðum til að finna raunverulega orsök vandans – ekki bara einkennin.Þannig lærir meðferðaraðilinn að greina hvaða svæði líkamans stjórnar ójafnvæginu og hvernig það hefur áhrif á önnur svæði. Þessi nálgun gerir meðferðina nákvæmari, dýpri og skilvirkari, þar sem unnið er með kjarna vandans fremur en yfirborðið.

2 þriggja daga námskeið í stað 5 þriggja daga

Markviss Bowen-nálgun byggir á skipulögðu og hnitmiðuðu námi þar sem hver dagur hefur skýrt markmið og tengir saman fræðin , greiningu  og  verklega vinnu.Með þessari kennsluaðferð öðlast nemendur ekki aðeins sömu hreyfingar og kenndar eru í hefðbundnum fimm námskeiðum heldur einnig dýpri skilning á líkamanum, taugakerfinu og  læra einnig greiningaraðferð Graham Pennington.sÞannig færðu þétt, faglegt og árangursríkt nám – þar sem tíminn er nýttur til fulls og þú lærir að beita aðferðinni með öryggi, innsæi og nákvæmni frá fyrsta degi.  Meira nám- styttri tími 

Styttri og markvissari  meðferðartímar.

​Í Markvissri Bowen-meðferð er markmiðið að finna orsök ójafnvægisins í líkamanum og  vinna beint með orsökinaí stað þess að meðhöndla afleiðingarnar. Þegar greiningin leiðir meðferðina verður hver Bowen hreyfing  markviss og líkamanum gefið færi á að leiðrétta sig sjálfur á náttúrulegan hátt.Þannig næst oft betri og dýpri svörun á mun styttri tíma,   Þannig að hver meðferð getur verið mun styttri með Markvissri Bowen meðferð.  Einnig  verður bataferlið  bæði skilvirkara og varanlegra þar sem unnið er með orsök vandamálsins

​​Kennd af sjúkraþjálfara með áratuga reynslu í líkamsmeðferðum.

Námskeiðin eru í höndum Matts East, sjúkraþjálfara sem hefur starfað í nærri 25 ár í endurhæfingu, verkjameðferð og heildrænni líkamsvinnu.Reynsla hans úr klínísku starfi og kennslu víða um Evrópu tryggir faglega dýpt, nákvæmni og skýra framsetningu á flóknum hugtökum.Hann kennir af innsæi, einfaldleika og virðingu fyrir líkamanum – þannig að þú skilur ekki aðeins hvernig Bowen vinnan virkar, heldur líka hvers vegna hún virkar.Þessi faglega nálgun gerir nemendum kleift að tileinka sér aðferðina á öruggan og skilvirkan hátt – með traustan fræðilegan grunn og hagnýta færni sem nýtist strax í starfi.

Frá hefð til nákvæmni - þetta er ný kynslóð Bowen-meðferðarinnar 

Markviss Bowen-meðferð byggir á sama grunni og hin klassíska Bowen-aðferðin, en gengur skrefinu lengra með því að tengja saman nútímalegan skilning á starfsemi taugakerfisins, líkamsvinnu og nákvæma greiningu í anda Graham Penningtons.Í stað þess að fylgja föstum „protókollum“ lærir þú að lesa líkamsviðviðbrögð líkamans, finna raunverulega orsök vandans og beita hreyfingum með meiri nákvæmni og skilningi.Þannig verður hver meðferð einstaklingsmiðuð, markviss og dýpri – þar sem einfaldleiki og vísindaleg nákvæmni vinna saman í þágu bata skjólstæðingsins.Þetta er Bowen-meðferð fyrir nýja kynslóð fagfólks – þar sem „minna er meira“, og árangurinn talar sínu máli..

Saga meðferðarinnar

Eftir andlát Tom Bowen setti Ossie  Rentsch saman eigin vinnuferla á vinnu Tom Bowens og setti fram kerfi sem síðar varð þekkt sem Bowtech. Sú útgáfa varð að alþjóðlega viðurkenndu kennslukerfi í Bowen-meðferð, en endurspeglar fyrst og fremst túlkun Rentsch, ekki endilega nákvæma endursköpun á aðferð Bowen sjálfs.​Aðrir sem sátu hjá Bowen –  Keith Davis, Romney Smeeton og Kevin Ryan – lýstu vinnubrögðum hans á annan hátt. Þeir sögðu hann vinna á frjálslegri, innsæisríkari og einstaklingsmiðaðri hátt, þar sem hver meðferð snerist um að lesa líkamsviðbrögð frekar en að fylgja föstum mynstrum.Markviss Bowen-meðferð byggir á þessari sýn: að endurvekja upprunalegan anda vinnunnar og tengja hann nútímafræðum í líkams- og taugakerfisfræði. 

​Af hverju Markvissa Bowen Meðferð?

 Markviss Bowen-meðferð sameinar upprunalegan anda vinnu Tom Bowen við nýjustu þekkingu í líkams- og taugakerfisfræði.Þetta er nálgun sem fer dýpra – er einfaldari í framkvæmd, en markvissari í áhrifum.Í stað þess að fylgja föstum „vinnuferlum“ Þannig er unnið með rót vandans, ekki bara einkennin – og árangurinn kemur hraðar, með minni inngripum og meiri dýpt.Námið er kennt af sjúkraþjálfara með áratuga reynslu í líkamsvinnu og kennslu í Evrópu.Á tveimur þriggja daga námskeiðum lærir þú það sem annars er kennt á fimm hefðbundnum námskeiðum – með meira samhengi, fagmennsku og innsæi.Markviss Bowen-meðferð byggir á þeirri sýn að meðferðin  sé lifandi ferli – þar sem greining, innsæi og virðing fyrir líkamanum ráða ferðinni.Þannig tengjumst við upprunanum að nýju og nýtum kraft nútíma þekkingar til að halda áfram þróun þess sem Tom Bowen hóf – í anda einfaldleika, nákvæmni og lækningar. 

Kennararnir okkar.

myndmatt-east.jpg

Matt East

Bowen Therapist

Matt East

myndamichay.jpg

Amichay Saller-Fischbach

BowenTherapist

Amichay Saller-Fischbach

myndjohnwilks.png

John Wilks

Bowen teacher

John Wilks

sub logo -01 (1).png

354-899-8422

Brekkutangi 12

270 Mosfellsbær

Iceland

© 2025 by Bowen. Powered and secured by Wix 

bottom of page